Hlaupahjól eru hjól með stýri, bretti og hjólum. Þau eru knúin áfram af þeim sem stendur á hjólinu en hann hefur annan fótinn á brettinu en notar hinn til að spyrna hjólinu áfram. Algengt er að nútímahlaupahjól séu úr áli með tveimur litlum hjólum og geti lagst saman þegar hjólið er ekki í notkun. Sum hlaupahjól fyrir ung börn eru með 3 eða 4 hjólum og eru úr plasti. Hlaupahljól sem fara á miklum hraða eru með mjög stóru framhjóli.

Nútímahlaupahjól úr áli með litlum hjólum
Þýsk börn á hlaupahjólum árið 1955

Hlaupahjól eru oft notuð til að komast á milli staða í stórum byggingum eins og verslunarmiðstöðum,spítölum og flugvöllum. Hlaupahjól með hjálparmótór teljast létt bifhjól.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. Dómsmálaráðuneytið frétt nr 241 árið 2000