Endurlífgun

(Endurbeint frá Hjartahnoð)

Endurlífgun er lækningaaðgerð sem framkvæmd er á einstaklingi sem fær hjartastopp. Hún felur í sér hjartahnoð og öndunarhjálp. Tilgangur endurlífgunar er að halda heilastarfsemi gangandi til að koma í veg fyrir varanlegan heilaskaða og hægja á vefjadauða. Oft er nauðsynlegt að nota hjartastuðtæki til að koma venjulegum hjartatakti aftur á, en ekki skal nota slíkt ef enginn taktur er til staðar. Mælt er með því að halda áfram með endurlífgun þangað til hjartað byrjar ósjálfrátt að slá aftur eða dauði er staðfestur.

Endurlífgun æfð á gínu

Samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum á að hnoða hjartað 100 sinnum á mínútu en ekki hraðar en 120 sinnum á mínútu og þrýsta 5–6 cm niður. Ekki er mælt með því að viðstaddur veiti öndurhjálp nema viðkomandi sé þjálfaður. Veitt er öndunarhjálp með því að setja varirnar yfir munn sjúklingsins, að blása til brjóstkassinn lyftist og að blása svo aftur þegar hann hefur hnigið. Síðan er haldið áfram að hnoða.[1]

Heimildir

breyta
  1. „Geymd eintak“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6. nóvember 2016. Sótt 8. nóvember 2016.
   Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.