Hjúkrunarfélag Reykjavíkur
Hjúkrunarfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1902 að frumkvæði Oddfellowreglunnar. Stofnendur voru 145. Jón Helgason, síðar biskup, var formaður félagsins frá stofnun þess og til ársins 1927. Formaðurinn tók á móti beiðni um hjúkrunarhjálp og skipulagði starfið. Læknar tóku virkan þátt í félaginu og á vegum þess störfuðu hjúkrunar- eða vaktkonur við hjúkrun í heimahúsum. Bæði Guðný Guðmundsdóttir og Kristín Hallgrímsdóttir störfuðu á vegum félagins en þær eru meðal þeirra fimm kvenna sem vitað er að hafi fyrstar íslenskra kvenna stundað nám í hjúkrun erlendis á árunum 1897-1904.
Heimildir
breyta- Lýður Björnsson, Saga Hjúkrunarskóla Íslands 1931-1986. (Reykjavík, 1990)