Hjálpardýrlingar
Hjálpardýrlingar eru 14 dýrlingar sem hafa þótt sérstaklega góðir til áheita í kaþólsku kirkjunni, sérstaklega gegn ýmsum sjúkdómum. Sameiginleg dýrkun þeirra er talin eiga sér uppruna í Rínarlöndum á tímum svarta dauða á 15. öld.
Hjálpardýrlingarnir
breytaNafn | Messudagur | Vernd |
---|---|---|
Akakíos | 7. maí | Gegn höfuðverk |
Heilög Barbara | 4. desember | Gegn hita og bráðum dauða, gegn eldingum og eldi og gegn banaslysum við vinnu; verndardýrlingur byggingameistara, fallbyssuliða og námamanna. |
Heilagur Blasíus | 3. febrúar | Gegn veikindum í hálsi og húsdýrum til verndar |
Katrín frá Alexandríu | 25. nóvember | Gegn bráðum dauða og veikindum í tungu; verndardýrlingur heimspekinga, guðfræðinga, ungmeyja, námsmeyja, predikara, hinna deyjandi, hjólsmiða, vélsmiða, vélvirkja, leirkerasmiða og annarra sem vinna með hjól; námsmenn, ræðumenn, predikarar og lögfræðingar heita á hana fyrir vísdómsráð og mælsku |
Heilagur Kristófer | 25. júlí | Gegn kýlapest og til verndar á ferðalögum |
Kyríakus | 8. ágúst | Gegn freistingum á dauðastund, augnsjúkdómum og andsetningum djöfla |
Denis | 9. október | Gegn höfuðverk og andsetningum djöfla |
Erasmus | 2. júní | Gegn veikindum í innyflum, magaveiki, húsdýrum til verndar; verndardýrlingur sjómanna |
Evstasíus | 20. september | Gegn ósætti í fjölskyldum, gegn eldi (tímabundnum og eilífum), verndardýrlingur veiðimanna og allra sem standa frammi fyrir vandræðum |
Heilagur Georg | 23. apríl | Fyrir heilsu húsdýra, gegn frunsum; verndardýrlingur hermanna |
Egedíus einsetumaður | 1. september | Gegn kýlapest, flogaveiki, geðveiki og martröðum, fyrir góða játningu; verndardýrlingur krypplinga, betlara, járnsmiða og mæðra með börn á brjósti |
Margrét frá Antiokkíu | 20. júlí | Verndardýrlingur kvenna í fæðingu, gegn bakverk og til að sleppa frá djöflum |
Heilagur Pantaleon | 27. júlí | Verndardýrlingur lækna og ljósmæðra; fyrir vernd húsdýra og gegn krabbameini og berklum |
Vítus | 15. júní | Gegn flogaveiki, rykkjabrettum, eldingum og dýrabiti (sérstaklega eitruðu), og stormum, og fyrir vernd húsdýra |