Hjálp:Tungumálatenglar

Tungumálatenglar eru tenglar á milli mismunandi tungumála á sama wiki-verkefni. Þessir tenglar koma fram í hliðarstikunni til vinstri, undir fellilistanum "Á öðrum tungumálum" og gerir notendum kleift að skoða sömu síðu á öðru tungumáli.

Breyta tungumálatenglum

breyta
 
Tengilinn "bæta við tungumálatenglum" til að breyta Wikidata síðunni

Tungumálatenglarnir eru geymdir á sameiginlegum gagnagrunni sem kallast Wikidata.

Til þess að breyta tenglunum, smelltu á "breyta tungumálatenglum" undir hliðarstikunni "Verkfæri" hægra megin á skjánum. Þú gætir þurft að ýta á örina niður við verkfæri, hliðiná "breytingarskrá", til að sýna hliðarstikuna.

Bæta við tengli

breyta

Þegar þú ert búin/n að smella á "breyta tenglum" tengilinn ferð þú á síðu sem geymir tenglana. Neðst á þessari síðu er tengillinn "bæta við". Þá birtast tveir reitir. Í fyrsta reitinn setur þú tungumálakóðann eða nafn tungumálsins (til dæmis tungumálakóðinn "no" eða "norsk bokmål"). Í seinni reitinn setur þú titil greinarinnar. Smelltu svo á "vista".

Breyta tenglum

breyta

Þegar þú ert búin/n að smella á "breyta tenglum" tengilinn ferð þú á síðu sem geymir tenglana. Til að breyta tengli, smelltu á "breyta" tengilinn hægra megin við þann tengil sem þú villt breyta. Þá birtist reitur sem gerir þér kleyft að breyta tenglinum. Smelltu svo á "vista".

Fjarlægja tengil

breyta

Þegar þú ert búin/n að smella á "breyta tenglum" tengilinn ferð þú á síðu sem geymir tenglana. Til þess að fjarlægja tengilinn smelltu á "breyta" og svo "fjarlægja".

Takmarkanir

breyta

Wikidata tekur ekki við öllum tenglum. Eftirfarandi tenglum er ekki bætt við á wikidata, heldur halda þeir áfram að vera á wikipediu:

  1. Tungumálatenglar sem tengja á kafla greinar (til dæmis: de:Figuren der Harry-Potter-Romane#Hermine Granger). Annar möguleiki er að tengja í tilvísun sem vísar aftur í kaflann.
  2. Tungumálatenglar á notendasíðum.[1]

Bæta tengli við á síðu án tungumálatengla

breyta

Ef engir tungumálatenglar eru á síðunni þá er notaður tengillinn "bæta við tungumálatenglum", undir verkfæri í hægri hliðarstikunni, þá birtist gluggi. Í þeim glugga eru tveir reitir. Í fyrsta reitinn setur þú tungumálakóðann eða nafn tungumálsins og í þann seinni setur þú titil síðunnar. Ýttu á "tengja í síðu". Þá færð þú staðfestingu á því að greinarnar hafi verið tengdar saman og þú getur lokað glugganum.

Hunsa tungumálatengla

breyta

Hægt er að hunsa einn eða fleiri tungumálatengil frá Wikidata. Það er gert með því að bæta eftirfarandi kóða við síðuna:

  • {{noexternalinterlang}} óvirkjar alla tungumálatengla frá Wikidata á síðunni
  • {{noexternalinterlang:fr}} óvirkjar tungumálatengil frá frönsku wikipediu.

Einnig er hægt að bæta við tungumálatengil á gamla mátann, ef tengja á í svipaðar greinar, eins og til dæmis en:Tengwar og de:Tengwar und Certar. Það er gert með því að setja hann fram á þennan hátt: [[tungumálakóði:Titill]]

Tungumálakóðinn er tveggja eða þriggja stafa kóði samkvæmt ISO 3166-1, sjá lista yfir tungumál röðuðum eftir tungumálakóða. Hægt er að bæta við kafla síðunnar með því að setja myllumerki á eftir titlinum og svo kaflann sjálfan. Tengillinn verður þá svona: [[tungumálakóði:Titill#kafli]]

Tungumálatenglar eru alltaf settir neðst á síðuna. Ef um snið er um að ræða eru tungumálatenglar alltaf settir á milli <noinclude> </noinclude> til að forðast að tungumálatenglarnir birtist á þeim síðum sem sniðin eru notuð á.

Merkja gæða- og úrvalsgreinar

breyta

Hægt er að merkja gæða- og úrvalsgreinar á öðrum tungumálum. Þetta er gert á wikidata í þeim hlut sem við á. Smelltu á "breyta tenglum" í hliðarstikunni. Þá ert þú færð/ur yfir á wikidata. Þaðan getur þú valið að breyta tenglunum á wikipedia. Undir þeirri breytingarvalmynd er merki við hvern tengil. Þegar þú smellir á þetta merki færð þú upp möguleika að merkja síðuna sem gæðagrein eða úrvalsgrein. Vistaðu og breytingarnar munu sjást í tungumálatenglunum á íslensku wikipediu.

Aðrir tenglar

breyta
  • Ef að tengilinn á að birtast í greininni sjálfri, þá getur þú notað sniðið "ill". Til dæmis þá myndi tengill á grein um Epli á ensku wikipediu vera {{ill|Apple|en}}
  • Það sama gildir einnig um tengla á önnur nafnrými. Til dæmis myndi tengill á flokkinn tónlist sem ætti að birtast á síðunni vera [[:Flokkur:Tónlist]].
  • Einnig er hægt að tengja á önnur systur vefsvæði. Notuð eru forskeyti sem samsvara heiti vefsvæðana á ensku. Wikiorðabók er með forskeytið wiktionary, wikibækur með wikibooks, wikitilvitnun með wikiquote og wikiheimild með wikisource. Til dæmis: tengill á orðið Epli á wikiorðabók er [[:wiktionary:is:epli]]. Sjá nánar á meta:Help:Interwiki linking

Tilvísanir

breyta
  1. d:Wikidata:Requests for comment/Inclusion of non-article pages

Sjá einnig

breyta