Hjálmar Örn Jóhannsson

Hjálmar Örn Jóhannsson (f. 19. október 1973) er íslenskur skemmtikraftur, hlaðvarpsstjórnandi og leikari. Hjálmar varð fyrst þjóðþekktur í gegnum snjallsímaforritið Snapchat þar sem hann hafði mörg þúsund fylgjendur.[2][3]

Hjálmar Örn Jóhannsson
Fæddur19. október 1973 (1973-10-19) (51 árs)
ÞjóðerniÍslenskur
Önnur nöfnHjammi[1]
StörfGrínisti
Skemmtikraftur
Hlaðvarpsstjórnandi
MakiLjósbrá Logadóttir
Börn4
Vefsíðawww.instagram.com/hjalmarorn110/

Hjálmar stýrir hlaðvarpinu Hæhæ ásamt vini sínum Helga Jean Claessen sem hóf göngu sína árið 2019.[3] Árið 2023 gáfu þeir saman út spilið Heita sætið.[4] Hjálmar lék í kvikmyndinni Fullir vasar (2018) eftir Anton Sigurðsson. Árið 2007 gáfu Hjálmar og Helgi Jean út bókina Kon­ur eru aldrei ham­ingju­sam­ar því þær eru með svo litl­an heila - og karl­ar rosa pirr­andi sem var grín-ádeila á bók rithöfundarins Þorgríms Þrá­ins­son­ar, Hvernig ger­irðu kon­una þína ham­ingju­sama?.[5]

Hjálmar hefur starfað sem skemmtikraftur og leikur þá oft karakter sem kallast Hvítvínskonan.[6][3] Einnig hefur Hjálmar starfað sem veislustjóri og oft með vinkonu sinni Evu Ruzu Miljevic.[7][8][9]

Einkalíf

breyta

Sambýliskona Hjálmars síðan 2013 er Ljósbrá Logadóttir. Þau eiga tvö börn saman. Hjálmar á tvær dætur úr fyrra hjónabandi.[10]

Hjálmar er yfirlýstur stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspur.[11]

Hjálmar er sonur Jóhanns J. Jóhannssonar stofnanda bílaumboðsins Brimborgar en Hjálmar starfaði þar áður fyrr sem bílasali.[12][13]

Tilvísanir

breyta
  1. https://nlfi.is/greinasafn/yfirheyrslan-hjalmar-orn/
  2. „Hjálmar: „Ég var með skelfileg laun, en aldrei liðið betur í vinnunni". DV. 12. október 2017. Sótt 5. maí 2024.
  3. 3,0 3,1 3,2 Pétursdóttir, Ása Ninna (1. maí 2021). „Hjálmar Örn: „Ást er aukavinna, en þú getur fengið vel útborgað" - Vísir“. visir.is. Sótt 5. maí 2024.
  4. Óskarsdóttir, Svava Marín (12. janúar 2023). „Hjálpaði manni að opna á sam­ræður og „fleira" á stefnu­móti - Vísir“. visir.is. Sótt 5. maí 2024.
  5. „Í samkeppni við Þorgrím Þráinsson“. www.mbl.is. Sótt 5. maí 2024.
  6. Daðason, Kolbeinn Tumi (12. maí 2020). „Hvítvínskonan var gestur á neyðarfundi almannavarna - Vísir“. visir.is. Sótt 5. maí 2024.
  7. „Starfsmenn Árvakurs skemmtu sér konunglega“. www.mbl.is. Sótt 5. maí 2024.
  8. Veitingabransanum, Markaðurinn í (5. maí 2022). „Glæsileg árshátíð Ölgerðarinnar í Prag – Myndir“. Veitingageirinn.is - Fréttavefur um mat og vín. Sótt 5. maí 2024.
  9. „2007 stemning á árshátíð Ölgerðarinnar“. www.mbl.is. Sótt 5. maí 2024.
  10. „Hjálmar og Ljósbrá ástfangin í níu ár“. www.mbl.is. Sótt 5. maí 2024.
  11. „Fótbolti.net“. fotbolti.net. Sótt 5. maí 2024.
  12. „Hjálmar: „Ég var með skelfileg laun, en aldrei liðið betur í vinnunni". DV. 12. október 2017. Sótt 5. maí 2024.
  13. Brimborg. „Brimborg bílaumboð | Bifreiðaumboð“. Brimborg. Sótt 5. maí 2024.