Highway 61 Revisited
Highway 61 Revisited er plata eftir bandaríska tónlistarmanninn Bob Dylan sem var gefin út þann 30. ágúst 1965. Platan var sjötta breiðskífa Dylan og önnur plata hans á árinu 1965. Umslag plötunnar sýnir Dylan, sitjandi fyrir framan íbúð umboðsmanns síns, Albert Grossman, í silkisjakka og svörtum buxum ásamt Bob Neuwirth í röndóttum bol með myndavél. Platan var önnur breiðskífa Dylans með efni sem studdi sig að mestu við rafmögnuð hljóðfæri. Dylan söng, spilaði á gítar, munnhörpu, píanó og flautu á plötunni. Ásamt Dylan voru þeir Mike Bloomfield á rafmagnsgítar, Charlie McCoy á gítar í laginu Desolation Row, Al Kooper og Paul Griffin á píanói og organi, Frank Owens á píanó, Harvey Brooks á bassa, Russ Savakus á bassa í laginu Desolation Row, Joe Macho á bassa í laginu Like A Rolling Stone, Bobby Gregg á trommum, Sam Lay á trommum í laginu „Highway 61 Revisited“, og Bruce Langhorne á hristu. Bob Johnston sá um upptöku plötunnar, en Tom Wilson upptöku á laginu „Like A Rolling Stone“.
Highway 61 Revisited | ||||
---|---|---|---|---|
Breiðskífa eftir | ||||
Gefin út | 30. ágúst 1965 | |||
Tekin upp | Júní–ágúst 1965 | |||
Hljóðver | Columbia Studio A (New York) | |||
Stefna | ||||
Lengd | 51:26 | |||
Útgefandi | Columbia | |||
Stjórn |
| |||
Tímaröð – Bob Dylan | ||||
| ||||
Smáskífur af Highway 61 Revisited | ||||
|
Lagalisti.
breytaHlið A.
- Like A Rolling Stone.
- Tombstone Blues.
- It Takes a Lot to Laugh, It Take a Train to Cry.
- From a Buick 6.
- Ballad of a Thin Man.
Hlið B.
- Queen Jane Approximately.
- Highway 61 Revisited.
- Just Like Tom Thumb's Blues.
- Desolation Row
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 Melissa Ursula Dawn Goldsmith (22. nóvember 2019). Listen to Classic Rock! Exploring a Musical Genre. ABC-CLIO. bls. 102. ISBN 978-1-4408-6579-4.