Hestfjall (Héðinsfirði)

Hestfjall (einnig nefnt Hestafjall) er fjall (536 m.y.s.) norðan og vestan við Héðinsfjörð á Tröllaskaga en vestan fjallsins er Nesdalur upp frá Reyðará og Siglunesi. Ysti hluti Hestfjalls kallast Hestur. Fjallið er sæbratt í sjó fram.

Hestfjall
Séð út yfir Héðinsfjarðarvatn og Héðinsfjörð. Hestfjall til vinstri.
Hæð536 metri
LandÍsland
SveitarfélagFjallabyggð
Map
Hnit66°08′53″N 18°47′47″V / 66.1481°N 18.7964°V / 66.1481; -18.7964
breyta upplýsingum

Utarlega á Hestfjalli varð mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar 29. maí 1947, þegar Douglas DC-3 flugvél Flugfélags Íslands flaug á fjallshlíðina og allir um borð fórust, 25 manns. Þar er nú minnisvarði um slysið, reistur 1997.