Hestfjall (Önundarfirði)

Hestfjall (einnig kallað Hestur) er 702 metra hátt fjall í botni Önundarfjarðar. Að fjallinu liggja tveir dalir; Korpudalur að norðan og Hestdalur að sunnan. Undir fjallinu er bærinn Hestur sem getið var í Gísla sögu Súrssonar (hét áður Undir Hesti).