Herpiefni
Herpiefni er efni sem herpir saman líkamsvefi og dregur úr blóðrás og vessastreymi. Herpiefni er unnið úr ýmsum efnum eða jurtum. Kalamín áburður, nornahesli og jurtin yerba mansa eru herpiefni. Tannín er herpandi (herpir saman líkamsvefi og dregur úr vessastreymi) og hafa jurtir sem innihalda mikið tannín, svo sem lauf blágresis, verið notuð sem herpiefni.