Marskálkur
(Endurbeint frá Hermarskálkur)
Marskálkur er hertitill og er oftst hafður um hershöfðingja af hæstu gráðu, með öðrum orðum yfirhershöfðingja. Orðið er komið úr gamalli háþýsku: marah „hestur“ og schalh „þjónn“, en skálkur þýðir einmitt þjónn í gamalli íslensku. Marskálkur þýddi sem sagt upphaflega stallhaldari, þ.e. umsjónamaður hesthúsa og var undirmaður stallmeistarans.