Herdís Sveinsdóttir
Herdís Sveinsdóttir (f. 1956)[1] er prófessor í hjúkrunarfræði og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands.[2]
Herdís Sveinsdóttir | |
---|---|
Fædd | 1956 |
Störf | Prófessor í hjúkrunarfræði og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands |
Ferill
breytaHerdís lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1981, MS prófi frá University of Michigan, Ann Arbor í Bandaríkjunum árið 1987 og doktorsprófi frá háskólanum í Umeå í Svíþjóð árið 2000.[1] Herdís hóf störf við Háskóla Íslands 1987 og er nú prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar. Samhliða störfum sínum við Háskólann var hún hjúkrunarfræðingur á Landspítala á árunu 1987 til 1994 og samfleytt frá 2004 sem forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar aðgerðasjúklinga við Skurðlækningasvið spítalans.[2] Herdís var formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 1999 til 2003.[3]
Ýmis störf og verkefni
breytaHerdís hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum utan og innan Háskóla Íslands. Má nefna að hún var formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrunarfræði frá 1989 til 1994.[4][5] Hún var fulltrúi í stjórn Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði frá 1998 og formaður frá 2003 til 2008[6] Þá var hún í stjórn Rannsóknarstofu í kvennafræðum og formaður 1999 til 2000 og 2009 til 2010. Hún var fulltrúi í Kennslunefnd HÍ 1998 – 2000, formaður Jafnréttisnefnda HÍ 2014 til 2017, fulltrúi í Vísindaefnd HÍ og formaður fagráðs heilbrigðisvísindasviðs 2008 – 2011, fulltrúi í nefnd rektors um framgang akademískra starfsmanna við HÍ frá 2011 til 2014 og í dómnefnd rektors um mat á akademísku hæfi starfsmanna LSH frá 2003 til 2016. Hún var í stjórn Heilbrigðisvísindasviðs frá 2017 og frá 2006 til 2017 sat hún sem varafulltrú og fulltrúi í Vísindanefnd Landspítala.[2] Á árunum 1999 til 2004 sat Herdís í stjórn SSN (samvinna hjúkrunarfræðina á Norðurlöndum), í fulltrúaráði alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga, í fastanefnd ESB um hjúkrunarmál[1] í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, en hún var jafnframt formaður þeirrar stjórnar árið 2002, stjórn Vinnueftirlitsins[2] og var varaformaður Bandalags háskólamanna frá 2000 til 2004. Þá var Herdís fulltrúi í stjórn Í stjórn Rannsóknastofu í vinnuvernd í nokkur ár frá 2004.[1]
Rannsóknir
breytaRannsóknir Herdísar tengdar hjúkrun og heilbrigði eru fjölþættar en meginrannsóknarsvið hennar hefur verið heilbrigði kvenna, líðan skurðsjúklinga og vinna og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema.[2][7] Rannsóknir á heilbrigði kvenna hafa snúið að blæðingaskeiði kvenna og fjallaði doktorsritgerð hennar um fyrirtíðaspennu hjá íslenskum konum. Á síðari árum hefur hún jafnframt m.a. skoðað og komið að rannsóknum á breytingaskeiðinu, upphafi blæðinga, sjálfshlutgervingu kvenna, lífsgæðum þeirra og heimafæðingum. Rannsóknir Herdísar og samstarfsfólks á skurðsjúklingum hafa miðað að því að skoða einkenni þeirra, bataferlið og áhrif aðgerðanna á aðstæður sjúklinganna. Vinnuumhverfisrannsóknirnar hafa m.a. miðað að því að skoða inntak starfa hjúkrunarfræðinga, stjórnun, starfsánægju, streitu og færni í starfi.[8] Hún er og hefur verið samstarfsaðili í innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum eins og ritaskrá að neðan endurspeglar.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 „Háskóli Íslands. Herdís Sveinsdóttir prófessor. Ferilskrá“ (PDF). Sótt 25. júlí 2019.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 „Nýr forseti Hjúkrunarfræðideildar“. Sótt 25. júlí 2019.
- ↑ Herdís Sveinsdóttir. (2019). Klínísk og gagnreynd þekking, skjólstæðingum til hagsbóta Geymt 25 júlí 2019 í Wayback Machine. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 95(1), 44. Sótt 22. júlí 2019
- ↑ Mbl.is. (1999). Öflugt félag. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 80 ára. Sótt 22. júlí 2019
- ↑ Herdís Sveinsdóttir. (1993). Fréttir frá Háskóla Íslands, námsbraut í hjúkrunarfræði. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 1(1), 51-54. Sótt 22. júlí 2019
- ↑ Háskóli Íslands. Hjúkrunarfræðideild.
- ↑ Google Scholar. Herdis Sveinsdottir.
- ↑ Vísindavefurinn. (2018). Hvað hefur vísindamaðurinn Herdís Sveinsdóttir rannsakað?
Helstu ritverk
breytaGreinar
- Sveinsdóttir, H., Biering, P. og Ramel, A. (2006). Occupational Stress, Job Satisfaction, and Working Environment Among Icelandic Nurses. International Journal of Nursing Studies, 43(7), 875-889.
- Sveinsdottir H. (2006). Self-assessed quality of sleep, occupational health, working environment, illness experience and job satisfaction of female nurses working different combination of shifts. Scandinavian journal of caring sciences, 20, 229-237.
- Sveinsdóttir, H, Gunnarsdóttir, HK. (2008). Predictors of self-assessed physical and mental health of Icelandic nurses: Results from a national survey. International Journal of Nursing Studies. 45, 1479-1489.
- Sveinsdóttir, H. & Bäckström, T. (2000). Menstrual cycle symptom variation in a community sample of women using and not using oral contraceptives.[óvirkur tengill] Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavica, 79, 757-64.
- Sveinsdóttir, H., Lundman, B. & Norberg, A. (1999). Women´s perceptions of phenomena they label premenstrual tension: Normal experiences reflecting ordinary behaviour. Journal of Advanced Nursing. 30, 916-925.
- Sveinsdóttir, H., Lundman, B. & Norberg, A. (2002). Whose voice? Whose experiences? Women’s qualitative accounts of general and private discussion of premenstrual syndrome. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 16, 414-423.
- Sveinsdóttir, H. (2018). Menstruation, objectification and health-related quality of life: a questionnaire study. Journal of Clinical Nursing. 27(3-4), e503-e513
- Sveinsdóttir, H., Bragadóttir, H., Jonsdottir, HH., Blöndal, K. (2018). The content of nurse unit managers’ work: a descriptive study using daily activity diaries. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 32, 861-870.
- Sveinsdóttir, H. (2017). The role of menstruation in women′s objectification: a questionnaire study. Journal of Advanced Nursing. 73(6), 1390-1402.
- Halfdansdottir, B., Wilson, ME., Hildingsson, I., Olafsdottir, OA., Smarason,AK., Sveinsdottir, H. (2015). Outcome of planned home and hospital births among low-risk women in Iceland in 2005-2009:A retrospective cohort study. Birth-Issues in Perinatal Care, 42(1), 16-26.
- Blöndal, K., Zoega, S., Hafsteinsdóttir, J.E., Ólafsdóttir, O.A., Thorvardardóttir, A.B., & Sveinsdóttir, H. (2014). Attitudes of registered and auxiliary nurses towards family nursing, before and after implementation of family centred nursing in surgical hospital units. Journal of Family Nursing, 20(3), 355 –375.
- Scheving-Thorsteinsson, H. & Sveinsdóttir, H. (2014). Readiness for and predictors of evidence‐based practice of acute‐care nurses: a cross‐sectional postal survey. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 28(3), 572-581.
- S. Zoëga, H. Sveinsdottir, G. H. Sigurdsson, T. Aspelund, S. E. Ward & Gunnarsdottir, S. (2015). Quality Pain Management in the Hospital Setting from the Patient’s Perspective. Pain Practice, 15(3), 236-246.
- Elín J. Oddsdóttir og Herdís Sveinsdóttir (2011). The content of the work of Clinical Nurse Specialists described by use of daily activity diaries. Journal of Clinical Nursing, 20, 1393-1404.
- Herdís Sveinsdóttir and Nancy Reamy (1991). Symptom patterns in women with premenstrual syndrome complaints: A prospective assessment using a marker for ovulation and screening criteria for adequate ovarian function. Journal of Advanced Nursing, 16, 689-700.
- Sveinsdóttir H. & Blöndal K. (2014). Surgical nurses’ intention to leave a workplace in Iceland: a questionnaire study. Journal of Nursing Management, 22(5), 543-52.
- Sigurdardottir, VL., Gamble, J., Gudmundsdottir, B., Kristjánsdóttir, H., Sveinsdóttir, H. & Gottfreðsdóttir, H. (2017). The predictive role of support in the birth experience: A longitudinal cohort study. Women & Birth, 30(6), 450-459.
- Sveinsdottir, H., Borgthorsdottir, T., Asgeirsdottir, MT, Albertsdottir, K. og Ásmundsdóttir, L. B. (2014). Recovery After Same-Day Surgery in Patients Receiving General Anesthesia: A Cohort Study Using the Quality of Recovery-40 Questionnaire. Journal of Perianesthesia Nursing, 31(6), 475-484.
- Sveinsdóttir H., Ragnarsdóttir E.D. & Blöndal K. (2016). Praise matters: the influence of nurse unit managers' praise on nurses' practice, work environment and job satisfaction: a questionnaire study. Journal of Advanced Nursing 72(3), 558–568.
- Sveinsdóttir,H. and Ingadóttir, B. (2012). Predictors of psychological distress in patients at home following cardiac surgery: An explorative panel study. European Journal of Cardiovascular Nursing. 11(3),339-48.
- Karlsdottir, SI; Sveinsdottir, H.,Kristjánsdóttir, H., Aspelund, T., Olafsdottir, OA. (2018). Predictors of women's positive childbirth pain experience: Findings from an Icelandic national study. Women & Birth, 31(3), e178-e184.
- Sveinsdóttir, H. og Ólafsson, R. (2006). Women's attitudes to hormone replacement therapy in the aftermath of the Women's Health Initiative study. Journal of Advanced Nursing. 54(5), 572-584.
- Sigurdardottir, VL., Gamble, J., Gudmundsdottir, H., Sveinsdóttir, H. & Gottfreðsdóttir, H. (2019). Processing birth experiences: A content analysis of women’s preferences[óvirkur tengill]. Midwifery, 69, 29-38.
- Gunnarsdottir, S., Zoëga, S., Serlin, R. C., Sveinsdottir, H., Hafsteinsdottir, E. J. G., Fridriksdottir, N., Gretarsdottir, E.T. & Ward, S. E. (2017). The effectiveness of the Pain Resource Nurse Program to improve pain management in the hospital setting: A cluster randomized controlled trial. International Journal of Nursing Studies, 75, 83-90.
- Íris Kristjánsdóttir og Herdís Sveinsdóttir (2018). Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni: lýsandi þversniðsrannsókn Geymt 25 júlí 2019 í Wayback Machine. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 94(1), 77–85.
- Herdís Sveinsdóttir. (2017). Tíðaverkir ungra kvenna og samband þeirra við hlutgervingu, viðhorf til blæðinga, lífshætti, heilsufar og blæðingar[óvirkur tengill]. Ljósmæðrablaðið, 95(2), 14-19.
- Katrín Blöndal, Kristín Þorbergsdóttir, Ásdís Ingvarsdóttir, Sigríður Zoega og Herdís Sveinsdóttir (2017). Maður, kona, mein. Þarfir maka karla sem fá hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins Geymt 25 júlí 2019 í Wayback Machine. Tímarit hjúkrunarfræðinga. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 93(3), 28-29.
- Brynja Ingadóttir, Anna María Ólafsdóttir, Herdís Sveinsdóttir, Lára Borg Ásmundsdóttir, Lilja Ásgeirsdóttir, Margrét Sjöfn Torp og Elín J.G. Hafsteinsdóttir. (2016). Fasta á undan skurðaðgerð: Leiðbeiningar til sjúklinga og lengd föstu – framskyggn könnun. Læknablaðið, 102(6), 283-288.
- Eygló Einarsdóttir, Hildur Þóra Sigfúsdóttir og Herdis Sveinsdóttir. (2015). Hin fullkomnu sköp: Fræðileg samantekt um skapabarmaaðgerðir. Ljósmæðrablaðið, 2, 15-21.
- Arna Ingimundardóttir, Sigríður Arna Júlíusdóttir, Herdís Sveinsdóttir og Valgerður Lísa Sigurðardótti.r (2015). Áhrif átraskana á útkomu meðgöngu. Fræðileg samantekt. Ljósmæðrablaðið, 2, 7-14.
- Steinunn Arna Þorsteinsdóttir, Herdís Sveinsdóttir og Jón Snædal. (2015). Óráð eftir opna hjartaaðgerð: kerfisbundin samantekt á algengi, áhættuþáttum og afleiðingum. Læknablaðið, 101(6), 305-3011.
- Birna Flygenring og Herdís Sveinsdóttir. (2014). Starfsánægja, streita og heilsufar á breytingatímum; Rannsókn á Kragasjúkrahúsunum[óvirkur tengill]. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 90(4),50-60.
- Burke, J., Smith, LN., Sveinsdottir, H & Willman, A. (2010). Patient Safety in Europe: Medication error and hospital health-care acquired infection. The WENR report and Reasons theory of human fallibility. In Proceedings from the Symposium on Cultural Factors Influencing Patient Safety. October 8, 9 and 10; Athens – Greece. Brussel: WENR, p. 24 – 38.
- Herdís Sveinsdóttir, Þórdís K. Þorsteinsdóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Soffía Eiríksdóttir, Þuríður Geirsdóttir (2009). Kvíði og þunglyndi skurðsjúklinga á Landspítala Geymt 26 maí 2022 í Wayback Machine. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 85, 6,46-56.
- Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir og Herdís Sveinsdóttir (2009). Þjálfun hjúkrunarfræðinga til sérhæfðra verka: Mat hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttöku á minniháttar ökkla- og fótaáverkum með aðstoð Ottawa gátlistans[óvirkur tengill]. Tímariti hjúkrunarfræðinga, 85(4), 37-43.
Ritstýrðar bækur
- Við góða heilsu: Konur og heilbrigði í nútímasamfélagi Geymt 25 júlí 2019 í Wayback Machine, 2012.
- Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir : um hjúkrun sjúklinga á skurðdeildum Geymt 25 júlí 2019 í Wayback Machine, 2007.
- Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II : um hjúkrun sjúklinga á skurðdeildum Geymt 25 júlí 2019 í Wayback Machine, 2009.