Helliskvísl er á á Landmannaafrétti upp af Rangárvallasýslu. Helliskvísl kemur upp á þeim hluta Landmannaafréttar, sem nefnist Kringla. Kringla er er lukin háum fjöllum á alla vegu. Á norðurhelmingi fjallahringsins eru í röð frá vestri til austurs þessi fjöll sem öll eru úr móbergi: Sauðleysur, Herbjarnarfell, Löðmundur, Lifrafjöll og Dómadalsháls.

Kringlan er vatnasvið Hellis­kvíslar og rennur áin fram hjá Landmannahelli og vestur um Svalaskarð sunnan undir Sauðleysum, yfir Lambafitarhraun og hverfur oft ofan í Tungnaárhraun norður af Valafelli. Á móts við Sauðleysur rennur Rauðfossakvísl sem kemur úr Rauðfossafjöllum í Helliskvísl.

Heimildir

breyta