Hellarannsóknafélag Íslands
Hellarannsóknafélag Íslands er áhugamannafélag um hraunhella á Íslandi. Félagið var stofnað þann 25. nóvember 1989 að frumkvæði jarðfræðinganna Björns Hróarssonar, sem jafnframt var kosinn fyrsti formaður félagsins, og Sigurðar Sveins Jónssonar. Markmiðið með starfsemi félagsins er skrásetning, vernd og varðveisla svo og rannsóknir á íslenskum hraunhellum.
Félagið gaf út félagsritið Surtur. Alls komu út 7 tölublöð á árunum 1990 til 1999 en útgáfan hefur legið niðri síðan.
Enskt heiti félagsins er „Icelandic Speleological Society“ en speleology er enska fræðiheitið fyrir hellafræði.