Helgrindur eru fjallabálkur ofan Grundarfjarðar er myndar meginfjöll í fjallgarðinum á Snæfellsnesi. Snjóa leysir aldrei í efstu tindum Helgrinda og leggur þar oft stórviðri niður fjallaskörðin í Grundarfjörð. Í hvassviðri hvín svo hátt í Helgrindum, að heyrist sem væl niður í byggð. En þó Helgrindur þyki hrikalegar ásýndum úr byggð munu þær þó ágætlega kleifar göngugörpum, sem geta gengið á þrjá tinda Helgrinda, sem er Tröllkerling (891 m), Böðvarskúla (988 m) og Kaldnasi (986 m) hvaðan mun vera frábært útsýni til allra átta.

Helgrindur
Hæð988 metri
LandÍsland
SveitarfélagGrundarfjarðarbær, Snæfellsbær
Map
Hnit64°53′16″N 23°19′42″V / 64.88767°N 23.328457°V / 64.88767; -23.328457
breyta upplýsingum

Heimildir

breyta
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, H-K. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.