Helga Kristín Helgadóttir Hjörvar (f. 2. júlí 1943) er fyrrum skólastjóri Leiklistarskólans.

Nám og fjölskylda

breyta

Helga er fædd að Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði 2. júlí 1943. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík Hún hóf störf sem sendill hjá Alþingi meðfram skóla og réðist til starfa hjá Samvinnutryggingum að námi loknu og vann auk þess við að vísa til sætis í Þjóðleikhúsinu. Hún hóf nám í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Að loknu leikaranámi lék hún á leiksviði og kvikmyndum, leikstýrði og kenndi leiklist og fór síðan til Kaupmannahafnar til að kynna sér leiklistarkennslu.

Helga var gift Úlfi Hjörvar rithöfundi sem lést 2008 og eiga þau 2 börn: Soninn Helga Hjörvar fyrrverandi alþingismann og dótturina Rósu Maríu Hjörvar doktorsnema.

Starfsferill

breyta
  • 1974–1983 Framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga[1]
  • 1983–1992 Skólastjóri Leiklistarskóla Íslands. Tók þátt í stofnun Listaháskóla Íslands[2]
  • 1992–1998 Framkvæmdastjóri Norrænu leiklistarnefndarinnar
  • 1999–2006 Forstjóri Norðurlandahússins í Færeyjum
  • 2006–2010 Forstjóri menningarhúss Færeyja, Grænlands og Íslands á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn

Tilvitnanir

breyta
  1. https://leiklist.is/h-aki/
  2. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/84082/