Heimilisréttarland
Heimilisréttarland var mælieining sem notað var um landsvæði sem landnemar í Vesturheimi máttu taka til búsetu. Í Kanada var miðað við að fjölskylduhöfuð og karlmenn 18 ára eða eldri gætu tekið sér 160 ekrur fyrir heimilisréttarland ef landið var ekki áður tekið eða sérstakt stjórnarland. Landnemar þurftu að búa á landinu að minnsta kosti í sex mánuði í þrjú ár til að fá eignabréf fyrir landið.
Landnemasvæðum var skipt í sektíonir sem mynduðu svokölluð township samkvæmt sérstökum lögum, Dominion landalögunum. Þingvallabyggð sem var í Township nr. 22 og 23 um 250 mílur norðaustur af Winnipeg var stofnsett 1885. Kanadíska kerfið var líkt því kerfi sem var um landsnámsjarðir í Bandaríkjunum.
Heimildir
breyta- Reglur um landtöku, Canada-Norðversturlandið, DeilaClose Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 1. Tölublað (01.01.1908)
- Dominion landalögin (grein á Wikipedia)
- Ágrip af sögu Þingvallabyggðar,Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 1. Tölublað (01.01.1918)
- Landnám Íslnedingar sunnan við Quill vötnin, Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 1. Tölublað (01.01.1950)