Heilsuleikskóli er leikskóli sem starfar eftir viðmiðum Heilsustefnunar. Unnur Stefánsdóttir þá leikskólastjóri í Skólatröð hafði árið 1995 frumkvæði að mótun stefnu, þar sem markmiðið er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun. Samtök Heilsuleikskóla voru stofnuð í 2006 og sjá þau nú um að veita starfsleyfi.

Upphaf heilstefnunnar breyta

Þegar Unnur Stefánsdóttir var ráðin sem leikskólastjóri, fylgdi hún eftir þeirri hugmynd sinni að heilsa og hreisti yrðu aðaláhersluatriði leikskólans. Unnur hefur ávallt horft til þess að næring og hreyfing skipti miklu máli fyrir vellíðan og árangur í námi og starfi. Aðrir sem komu að frumkvöðlastarfi heilsustefnunnar voru leikskólakennararnir Arndís Ásta Gestsdóttir, Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir og Sigrún Hulda Jónsdóttir en margir aðrir hafa síðan komið að þróunarstarfi stefnunnar.

Markmið breyta

Þar sem yfirmarkmið heilsuleikskólans að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik er mjög vítt, þurfti að þrengja það og skýra nánar. Þess vegna voru gerð undirmarkmið, sem eru:

Næring

  • borða hollan og næringarríkan mat
  • fjalla um mikilvægi fæðuhringsins
  • börnin verði meðvituð um hollustu og óhollustu matar
  • matarhefðir verði í hávegum hafðar

Hreyfing

  • auka vitneskju um líkamann
  • styrkja sjálfsmynd
  • stuðla að betri hreyfifærni
  • auðvelda samskipti
  • læra hugtök

Listsköpun í leik

  • örva sköpunargleði
  • auka hugmyndaflug
  • kynnast mismunandi efniviði og handfjatla hann
  • skynja fegurð í umhverfinu

Heilsubók barnsins breyta

Heilsubók barnsins eru stöðluð matsblöð, sem kennarnir nota sér til stuðnings við athuganir á börnunum, en þau voru samin með hliðsjón að áhersluþáttum leikskólans. Á vori og haust eru skráðar upplýsingar um hæð og þyngd, heilsufar, fjarvera vegna veikinda, næring og svefn, leikur, félagsleg færni/lífsleikni, gróf- og fínhreyfigeta og þróun myndsköpunar. Þessar upplýsingar eru síðan notaður til þess að skýra frá stöðu barnanna í foreldrasamtölum.


   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.