Amúr-fljót

tíunda lengsta fjót heims á mörkum Rússlands og Kína
(Endurbeint frá Heilong Jiang)

Amúr-fljót (rússneska: река́ Аму́р), eða Heilong Jiang (kínverska: 黑龙江; : Hēilóng Jiāng, „Svartdrekafljót“), er tíunda lengsta fjót heims, sem myndar landamæri milli Rússneska sambandsríkisins í austri og Norður-Austur Kína (við Mansjúríu). Amúr flæðir yfir norðaustur-Asíu frá fjöllunum í norðausturhluta Kína, í gegnum fjölbreytt landslag eyðimerkur, steppa, og túndra, og tæmist loks út í Okotskhaf í Kyrrahafi við Kamsjatka skaga.

Ljósmynd frá Amur fljóti
Amur fljót eða „Svartdrekafljót“ á mörkum Rússlands og Kína.

Fljótið markar þannig skil Amúrfylkis og Hebreska sjálfstjórnarfylkisins Rússlandsmegin og Heilongjiang héraðs í norðausturhluta Kína.

Fljótið er 2.824 kílómetra langt, en að meðtöldu Argun fljóti, þar á Amúr upptök sín, spannar fljótið yfir 4.440 kílómetra.

Stærstu uppsprettur fljótsins eru annars vegar árnar Onon í Mongólíu og Shilka í Zabajkalfylki í Rússlandi, og hins vegar Argun í Zabajkalfylki.

Landakort sem sýnir vatnaskil Amur fljóts.
Kort af vatnaskilum Amúr fljóts.

Stærstu þverár eða aðrennslisár Amúr eru, frá uppsprettum til ósa hennar: Argun; Shilka; Amazar; Oldoy; Huma; Zeya; Bureya; Songhua; Bira; Ussuri; Tunguska; Anyuy; Gur; Gorin; og Amgun.

Á vatnasvæði Amúr-fljóts eru einnig mörg vötn. Stærst þeirra eru eru vötnin Bolon, Khummi og Udyl sem öll eru í Kabarovskfylki í Rússlandi.

Mynd af Khabarovsk brúnni sem liggur yfir Amúr-fljót.
Brúin Khabarovsk sem liggur yfir Amúr fljót er ein lengsta brú Rússlands og Evrasíu. Hún tengir Kabarovskfylki og Hebreska sjálfstjórnarfylkið í Rússlandi.
Mynd sem sýnir ármót Gorin og Amur fljóts.
Ármót Gorin og Amúr-fljóts.