Heiðará
(Endurbeint frá Heiðará (Öxnadalsheiði))
Heiðará er bergvatnsá sem rennur um Öxnadalsheiði til vesturs og fellur síðan í Norðurá þegar kemur niður í Norðurárdal. Hún á upptök í Kaldbaksdal, sem gengur til suðurs skammt austan við sýslumörkin á heiðinni.
Neðan til, næst Norðurárdal, er Öxnadalsheiðin ekki annað en þröngur dalur og þar rennur Heiðaráin í alldjúpu og hrikalegu gili. Vegurinn liggur uppi í hlíðinni eða á gilbarminum og fyrr á öldum voru þar tæpar reiðgötur, oft ófærar langtímum saman á vetrum vegna snjóa og hálku. Þurftu ferðalangar þá að þræða botninn á árgilinu, meðfram ánni, og þótti það viðsjárverð leið.
Heimildir
breyta- Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.