Heba
Heba (forngríska: Ἥβη) er í grískri goðafræði gyðja æskunnar. Hliðstæða hennar í rómverskri goðafræði er gyðjan Juventas. Heba er dóttir Seifs og Heru. Heba þjónaði guðunum til borðs á Ólympstindi og færði þeim guðaveigar. Einig hefur hefur hún verið nefnd hreinlætisgyðjan. Síðar giftist hún Heraklesi. Arftaki hennar í þjónustu guðanna var tróverski prinsinn Ganýmedes.