Haukur Morthens - 24 metsölulög

Haukur Morthens - 24 metsölulög er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1974.

Haukur Morthens - 24 metsölulög
Bakhlið
SG - 073
FlytjandiHaukur Morthens
Gefin út1974
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Lagalisti

breyta
  1. Syrpa - Kaupakonan hans Gísla í Gröf - Lag - texti: Tipper/Bennett — Loftur Guðmundsson - Suður um höfin - Lag - texti: Kennedy/Carr — Skafti Sigþórsson - Rock-Calypsó í Réttunum - Lag - texti: H. Fisher — Jón Sigurðsson
  2. Syrpa - Ég er kominn heim - Lag - texti: S. Hamblen - Loftur Guðmundsson - Í landhelginni - Lag - texti: Jónatan Ólafsson - Númi Þorbergsson - Stína Ó, Stína - Lag - texti: Árni Ísleifs - Aðalsteinn Aðalsteinsson
  3. Syrpa - Capri Catarina - Lag - texti: Jón Jónsson frá Hvanná — Davíð Stefánsson - Amorella - Lag - texti: Kristinn Reyr - Hvar ertu? - Lag - texti: Óliver Guðmundsson — Runólfur M. Stefánss. Sig. Sigurðsson
  4. Syrpa - Brúnaljósin brúnu - Lag - texti: Jenni Jóns - Lítið lag - Lag - texti: Þórhallur Stefánsson — Örnólfur í Vík - Ó, borg mín borg - Lag - texti: Haukur Morthens — Vilhjálmur frá Skáholti
  5. Syrpa - Lóa litla á Brú - Lag - texti: Rogers — Jón Sigurðsson - Kvöldið er fagurt - Lag - texti: Enskt þjóðlag — Ingólfur Þorsteinsson - Vinarkveðja - Lag - texti: B. Hoyer — Theódór Einarsson
  6. Syrpa - Bjössi kvennagull - Lag - texti: Mascheroni — Loftur Guðmundsson - Síðasti dansinn - Lag - texti: Óðinn G. Þórarinsson — Loftur Guðmundsson - Sextán tonn - Lag - texti: M. Travis — Loftur Guðmundsson
  7. Syrpa - Síldarstúlkan - Lag - texti: Árni Björnsson — Bjarni Guðmundsson - Hafið bláa - Lag - texti: Svavar Benediktsson — Kristján frá Djúpalæk - Landleguvalsinn - Lag - texti: Jónatan Ólafsson — Númi Þorbergsson
  8. Syrpa - Í kvöld - Lag - texti: H. Fragna — Valgerður Gísladóttir - Heima - Lag - texti: Oddgeir Krístjánsson — Ási í Bæ - Blátt lítið blóm eitt er - Lag - texti: F. Köcken — Textahöfundur ókunnur


Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Þegar þessi hljómplata er gefin út þá eru tuttugu ár síðan Haukur Morthens söng fyrst inn á hljómplötu og þrjátíu ár frá því að hann kom fyrst fram sem söngvari. Hann söng fyrst á skólaskemmtun, en það var eiginlega ekki fyrr en tveimur árum síðar, að hann fór að syngja reglulega með hljómsveitum. Haukur Morthens hefur haft sönginn að aðalstarfi í rúmlega tuttugu ár og hefur hann sungið í öllum veitinga- og samkomuhúsum Reykjavíkur. Hann hefur sungið á skemmtunum og dansleikjum um allt land og hann hefur sungið í Ameríku og fjölda landa í Evrópu. Tölu verður vart komið á þann fjölda skifta, sem hann hefur komið fram í útvarpinu og í sjónvarpi hefur hann komið fram innanlands sem utan.

Frá því að Haukur söng fyrst inn á hljómplötu fyrir tuttugu árum hefur hann sungið fleiri dans- og dægurlög inn á plötur en nokkur annar íslendingur, eða um eitt hundrað lög. Stór hluti þessara laga heyrðist í fyrsta skifti á Íslandi fyrir tilstilli Hauks og hljómplatna hans og er að finna í þessum hópi, mikinn fjölda íslenzkra laga. Hefur meirihluti laga Hauks á plötum komist í hóp vinsælustu dans-og dægurlaga hér á landi. Á sinni fyrstu plötu fyrir SG-hljómplötur syngur Haukur Morthens 24 af sínum kunnari lögum í átta lagasyrpum. Ólafur Gaukur færði lögin í nýtízkulegri búning með útsetningum sínum, auk þess sem hann leikur á gítar og stjórnar hljómsveit þeirri er leikur undir. Eru hljóðfæraleikararnir allir danskir og hafa flestir komið við sögu á eldri plötum Hauks. Hljóðritun fór fram í stereo í stúdíó Albrechtsens í Kaupmannahöfn í febrúar 1974.