Handveð eru veð innan veðréttar er felast í því að veðhafinn tekur veðandlagið í eigin vörslu eða þriðji aðila fer með umráð þess þar til búið er að greiða skuldbindinguna sem veðið átti að tryggja efndir á. Slíkt gæti meðal annars falist í því að hluturinn sé settur í geymslu eða eiganda hlutarins sé gert ókleift að ráða yfir honum með öðrum hætti, eins og með afhendingu lykils að eigninni. Handhafanum er óheimilt að nýta það í eigin þágu nema samið hafi verið um þau afnot, og er honum skylt að hafa eftirlit með eigninni og framkvæma nauðsynlegt viðhald á henni.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.