Halloween (ísl. Hrekkjavaka) er sjálfstæð bandarísk hrollvekjumynd frá 1978 sem var samin af John Carpenter og Debru Hill og leikstýrð af John Carpenter. Carpenter samdi einnig tónlistina í myndinni. Með aðalhlutverkin fara Donald Pleasence og Jamie Lee Curtis (í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki). Framhaldið Halloween II kom út 1981 og átta framhaldsmyndir fylgdu. Myndin var endurgerð 2007 af Rob Zombie.

Söguþráður

breyta

Hrekkjuvökukvöldið 1963 í smábænum Haddonfield í Illinois myrðir sex ára gamall Michael Myers 15 ára gömlu systur sína Judith með eldhúshníf. Hann er lagður á Smith's Grove-geiðveikrahælið í umsjón Dr. Sams Loomis sem er staðráðinn í að Michael sé illskan uppmáluð. Eftir að hafa verið 15 ár í Smith's Grove er Michael fluttur í öryggisfangelsi en sleppur kvöldið fyrir hrekkjavökuna og fer aftur til Haddonfield og Loomis flýtir sér þangað. Loomis uppgötvar að Michael hefur tekið legstein Judithar og fær Brackett fógeta að hjálpa sér að finna hann. Michael (nú með hvíta plastgrímu um andlitið) byrjar að elta unglingsstelpuna Laurie Strode. Hrekkjavökukvöldið á Laurie að passa fyrir vinafólk og vinir hennar skemmta sér í húsinu á móti en Michael myrðir þau miskunarlaust og stillir þeim upp svo að Laurie getur fundið þau þegar hún rannsakar húsið. Michael ræðst að henni og hún flýr. Hún stingur Michael með prjóni í hálsinn og með herðatré í augað og hníf í bringuna en hann deyr ekki. Þegar Michael er að kyrkja Laurie bjargar Loomis henni og skýtur Michael sex sinnum og hann dettur af svölunum. Þegar Loomis kemur út á svalirnar er Michael horfinn.

Leikarar

breyta
 • Donald Pleasence sem Dr. Sam Loomis
 • Jamie Lee Curtis sem Laurie Strode
 • Charles Cyphers sem Leigh Brackett fógeti
 • Nancy Loomis sem Annie Brackett, vinkona Lauriear og dóttir Leighs Brackett fógeta
 • P.J. Soles sem Lynda van der Klok, vinkona Lauriear
 • Kyle Richards sem Lindsey Wallace, stelpa sem Laurie passar
 • Brian Andrews sem Tommy Doyle, strákur sem Laurie passar
 • John Michael Graham sem Bob Simms, kærasti Lyndu
 • Nancy Stephens sem Marion Chambers, aðstoðarkona Loomis
 • Tony Moran sem 21-árs Michael Myers
 • Will Sandin sem 6-ára Michael Myers
 • Nick Castle sem The Shape (grímuklæddur Michael Myers)
 • Sandy Johnson sem Judith Myers