Halldórsstaðir (Laxárdal)

(Endurbeint frá Halldórsstaðir)

Halldórsstaðir í Laxárdal eru eyðibýli í Suður-Þingeyjarsýslu á Norðurlandi. Á jörðinni er uppgert hús sem Magnús Þórarinsson byggði árið 1893 en hann hafði keypt aflagða kirkju í Múla árið 1889 og flutt timbrið á Halldórsstaði. Tvær íbúðir eru í húsinu sem samanstendur af tveimur hæðum, kjallara og háalofti.[1] Í húsinu bjuggu tvær fjölskyldur, Magnús og kona hans Guðrún Bjarnhéðinsdóttir, systir Bríetar Bjarnhéðinsdóttur , Páll Þórarinsson bróðir Magnúsar, kona hans Elísabet „Lissý“ Grant söngkona. Af Magnúsi tóku dóttir hans, Bergþóra Magnúsdóttir maður hennar Hallgrímur Þorbergsson, við þeirra hlut jarðarinnar. Eftir andlát Lissýar, 1963, voru synir þeirra Páls, Þór og William á jörðinni þar til hún fór í eyði við andlát Williams 1980. Halldórsstaðir eru miðsvæðis í Laxárdal. Magnús byggði fyrstu tóvinnuvélina og fólk kom þangað með ull. Lissý var söngkona sem söng fyrir héraðsbúa.

Map

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta
  1. [1]