Hagavatn
Hagavatn er vatn við rætur Langjökuls. Farvegur úr vatninu er í gegnum Farið, í Sandvatn og áfram um Sandá og Hvítá út í sjó. Brú var byggð við Farið, en í dag má eingöngu sjá leifar hennar. Árið 1939 lækkaði mjög í vatninu og óttast var um það sama árið 1999 við framhlaup Hagafellsjökuls.[1]
14% lands við vatnið er gróið, 7% er moslendi, 4% mólendi og 2% graslendi.[2]Mikið landfok er við vatnið vegna jökulsins sem er á botni vatnsins. Árið 1996 var gefin milljón til stækkunar Hagavatns[3] og árið 2007 var möguleikinn skoðaður með samstarfi nokkra stofnana og fyrirtækja.[4] Orkuveita Reykjavíkur lét kanna hagkvæmni þess að virkja vatnið árið 2007 og gerð var forathugun að virkjun árið 1985.[5]
Ný göngubrú var reist á Farinu undir Einifelli 26. júlí 2006.
Tilvísanir
breyta- ↑ Hugsanleg að Hagavatn tæmist
- ↑ Náttúrufræðistofnun Íslands Gróður og fuglar við Hagavatn
- ↑ Gaf milljón til að stækka Hagavatn
- ↑ Fagnar Hagvatnskönnun
- ↑ Kanna kosti Hagavatnsvirkjunar
Tenglar
breyta- Jökulhlaupin úr Hagavatni; Jón Eyþórsson, Viðar janúar 1939, bls. 106–109.