Hadesaröld
Hadesaröld er jarðsögulegt tímabil sem nær frá myndun jarðar, fyrir um 4,6 milljörðum ára, og lauk með myndun storkubergs, fyrir um 4 milljörðum ára, þegar upphafsöld tók við. Hugmyndin að sérstöku tímabili fyrir upphafsöld kom frá bandaríska jarðfræðingnum Preston Cloud árið 1972 sem dró nafnið af grískum guði undirheima. Nokkru síðar stakk W. Brian Hartland upp á heitinu „priskustímabilið“ yfir þennan tíma. Aðrir höfundar hafa stundum talað um for-upphafsöld. Mjög lítið af bergi frá þessum tíma hefur fundist á jörðinni.
Skipting hadesartímabilsins miðast við jarðsöguleg tímabil á tunglinu sem myndaðist á sama tíma og eru reiknuð út frá aldri gíga á yfirborðinu.