Haarlemmermeer
Haarlemmermeer er sveitarfélag í hollenska héraðinu Norður-Hollandi og er með 143 þúsund íbúa. Það er staðsett rétt suðvestan við Amsterdam og rétt suðaustan við Haarlem. Áður fyrr lá stórt stöðuvatn á svæðinu sem hét sama nafni. Haarlemmermeer merkir stöðuvatnið við Haarlem. En 1848-1852 unnu Hollendingar að því að þurrka vatnið upp og búa til ræktarland. Þar af leiðandi er meginhluti sveitarfélagsins fyrir neðan sjávarmál. Sveitarfélagið er samsett úr nokkrum sveitaþorpum. Þeirra helst er Hoofddorp. 1917 var herflugvöllur lagður við austurjaðar Hoofddorp, sem í dag er Schiphol-flugvöllur.