Ómar (1963)

(Endurbeint frá HSH45-1015)

Ómar er 45 snúninga hljómplata gefin út af Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur árið 1963. Á henni flytur Ómar Ragnarsson ásamt Hljómsveit Ólafs Gauks tvö lög.

Ómar
HSH45-1015
FlytjandiÓmar Ragnarsson
Gefin út1963
StefnaDægurlög
ÚtgefandiHSH

Bæði lögin eru upprunalega þjóðlög. „Ó, Vigga“ er jiddíska þjóðlagið „Le Chajim“ eða „La Laika“ meðan „Karlagrobb“ er tyrkneska þjóðlagið „Üsküdar'a gider iken“ eða „Kâtibim“.

Lagalisti breyta

  1. Ó, Vigga - Lag - texti: NN - Ómar Ragnarsson
  2. Karlagrobb - Lag - texti: NN - Ómar Ragnarsson