Ómar (1963)
(Endurbeint frá HSH45-1015)
Ómar er 45 snúninga hljómplata gefin út af Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur árið 1963. Á henni flytur Ómar Ragnarsson ásamt Hljómsveit Ólafs Gauks tvö lög.
Ómar | |
---|---|
HSH45-1015 | |
Flytjandi | Ómar Ragnarsson |
Gefin út | 1963 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | HSH |
Bæði lögin eru upprunalega þjóðlög. „Ó, Vigga“ er jiddíska þjóðlagið „Le Chajim“ eða „La Laika“ meðan „Karlagrobb“ er tyrkneska þjóðlagið „Üsküdar'a gider iken“ eða „Kâtibim“.
Lagalisti
breyta- Ó, Vigga - Lag - texti: NN - Ómar Ragnarsson
- Karlagrobb - Lag - texti: NN - Ómar Ragnarsson