Heckler & Koch MP5
(Endurbeint frá HK MP5)
Heckler & Koch MP5 er þýsk hríðskotabyssa sem var hönnuð á sjötta áratugnum af skotvopnafyrirtækinu Heckler & Koch. Til eru um 30 tegundir af MP5 byssum, t.d. MP5 A5, MP5 K, MP5 SD3 og MP5 A4, en upprunalega tegundin er MP5 A1. Þau skot sem oftast eru notuð í byssuna eru 9 × 19 mm NATO skot, og komast yfirleitt 15 – 30 þannig skot í magasínin. MP5 er skammstöfun á þýsku fyrir Maschinenpistole 5.
Nú tímum eru yfir 40 lönd sem nota MP5 í sérsveitum sínum, einnig Ísland. MP5 byssur eru framleiddar í nokkrum löndum fyrir utan Þýskaland, með leyfi, t.d. Grikklandi, Íran, Mexíkó, Pakistan, Súdan, Tyrklandi og Bretlandi.