Húslestur var íslenskur siður sem var stundaður á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar en lagðist svo af. Á þeim tíma sem húslestur var stundaður var Ísland strjálbýlla en það er í dag og flestir landsmenn bjuggu á sveitabæjum. Þá tók einhver að sér á kvöldin að lesa upp úr bók þannig að allir ábúendur gætu hlustað á. Þetta var meðal annars vegna þess hversu fáar bækur voru til meðal almennings. Samkvæmt einni frásögn fór húslestur svona fram:

Hey bundið í bagga á Arnarvatni, 1907.
Það var lítið til af bókum á heimilinu. Heima var húslestur, þá mátti nú enginn varla draga andann, maður þurfti að vera mjög stilltur. Þá voru sungnir sálmar bæði fyrir og eftir lestur. Mamma mín las, hún las afskaplega vel, skýrt og vel. Þetta var hátíðleg stund. Ég man að eitt skiptið þá mismælti einhver sig og þá varð Halldóri bróður á að brosa eða eitthvað og það var sko ekki vel liðið.[1]
 
— frásögn frá lífinu á Stóra-Bóli á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu

Tilvitnanir

breyta
  1. „Bækur og húslestur“.