Húsavíkurviti
Húsavíkurviti er 12 metra hár gulur brúarlaga viti sem stendur á Húsavíkurhöfða við Skjálfandaflóa, rétt norðan við þorpið á Húsavík. Hann var reistur 1956. Ljóseinkenni hans er Fl WRG 2,5s (eitt þrískipt blikkljós á 2,5 sekúndna fresti).