Højbro Plads

Styttan af Absalon erkibiskupi á Højbro Plads
Málverk eftir Paul Fischer frá blómamarkaðnum á Højbro Plads

Højbro Plads er torg í Kaupmannahöfn. Torgið dregur nafn sitt af Højbro sem var ein af þeim brúm þeim sem tengdu Slotsholmen við aðra hluta borgarinnar. Á Højbro Plads er stytta af Absalon erkibiskupi.

Højbro Plads torgið var gert eftir brunann í Kaupmannahöfn árið 1795 en eftir brunann voru ákveðið að byggja ekki upp aftur á milli Færgestræde og Højbrostræde heldur skyldi þar vera opið svæði sem tálmaði útbreiðslu elds. Um 1800 var grænmetis- og blómamarkaður á Højbro Plads. H.C. Andersen skrifaði árið 1870 ævintýriðHvad hele Familien sagde sem gerist þarna. Styttan af Absalon erkibiskupi var sett upp árið 1902.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist