Höggormar
Höggormar eða nöðrur (fræðiheiti: Viperidae) eru eitraðar slöngur, gjarnan með þríhyrningslaga haus. Skröltormar einnig kallaðar skellinöðrur mynda skrölthljóð með því að hrista hornplötur á halanum. Sumir höggormar hafa líffæri sem gera þeim kleift að skynja innrautt ljós og geta því staðsett bráð í myrkri. Höggormar verða mörgum að bana á hverju ári, einkum í hitabeltinu. Bit þeirra valda oft staðbundum vefjaskemmdum.
Höggormar | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
|
Tilvísun
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Höggormar.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Viperidae.