Höfuðskepna er ein af hinni fornu fjórskiptingu á efnum jarðar. Oftast er talað um Höfuðskepnurnar fjórar eða frumefnin fjögur sem voru talin vera jörð, vatn, loft og eldur. Empedókles var fyrstur til að halda því fram að eldur, loft, vatn og jörð væru þær fjórar höfuðskepnur sem allt annað sé gert úr en hann nefndi þær rætur. Þessa kenningu tóku Platón og Aristóteles upp eftir honum og miðaldakirkjan eftir þeim. Samkvæmt heimsmynd Aristótelesar var til fimmta höfuðskepnan en það var eisa (eter).

Í erlendum málum er oftast notað orðið „element“, sem merkir frumefni eða grunnefni. Orðið „höfuðskepna“ vísar til þess að veröldin sé sköpuð úr þessum fjórum höfuð-efnum (aðalefnum).

  Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.