Hítarvatn
(Endurbeint frá Hítarvatn á Mýrum)
Hítarvatn er stöðuvatn í Hítardal, um níu km frá samnefndu fornu bæjarstæði, klaustur- og kirkjustað. Hítarvatn er 7,6 km að flatarmáli og er mesta dýpt þess 24 m. Grasi vaxnir hólmar eru í vatninu og þar er góð veiði. Skammt frá þar er Hítará rennur úr Hítarvatni má sjá í rústir af bæ Björns Hítdælakappa og er þar nú sæluhús. Við vatnið eru fjöllin Tröllakirkja, Geirhnúkur, Smjörhnúkur og Foxufell, þar hjá er Bjarnarhellir. Vatnið dregur nafn sitt af tröllskessunni Hít sem sögð var búa við það.
Heimildir
breyta- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.