Hænugæsir (fræðiheiti Cereopsis)er ættkvísl gæsa. Í þessari ættkvísl er aðeins ein tegund en það er hænugæs (Cereopsis novaehollandiae) sem lifir villt í Ástralíu og Tasmaníu. Margir fuglafræðingar flokka hænugæs sem sérætt við hliðina á hornögldum (Anhimidae) og skjógæsum (Anseranas semipalata). Hænugæsin er með sérkennilega lagað nef og minnir það á hænu. Hún er 75 sm á lengd, vegur um 3,5 kg og öskugrá að lit með einkennandi svarta bletti í fjöðrum.

Hænugæs

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Undirætt: Svanir og gæsir (Anserinae)
Ættflokkur: Cereopsini
Ættkvísl: Cereopsis
Latham, 1802
Tegund:
C. novaehollandiae

Tvínefni
Cereopsis novaehollandiae
Latham, 1802
Útbreiðsla hænugæsa
Útbreiðsla hænugæsa
undirtegundir

C. n. novaehollandiae Latham, 1802
C. n. grisea (Vieillot, 1818)

hænugæsapar
Tvær hænugæsir
Hreiður
Cereopsis novaehollandiae
Ungfuglar