Háskólabókasafn
Háskólabókasafn er bókasafn sem tengist háskóla eða annarri skólastofnun á háskólastigi. Slík bókasöfn hafa tvíþætt hlutverk; annars vegar sem skólabókasöfn sem styðja við nám og kennslu við skólann, og hins vegar sem rannsóknarbókasöfn sem styðja við vísindarannsóknir kennara, nemenda og starfsliðs skólans.