Hálfdánar saga svarta
Hálfdánar saga svarta er önnur bók Heimskringlu. Hún segir frá lífi Hálfdánar svarta konungi Vestfoldar í Noregi. Hann var faðir Haralds hárfagra sem var fyrsti konungur sameinaðs Noregs.
Hálfdán var svartur á hár og fékk því viðurnefnið Hálfdán svarti. Hann tók við konungdóminum 18 ára gamall. Hann lagði undir sig talsvert landsvæði m.a. Agðir, Raumaríki, Heiðmörk, Haðaland, Þótn og Sogn.
Hálfdán og konu hans dreymdu drauma um mikilfengleika þeirra afkomenda. Hálfdán lést fertugur að aldri þegar Haraldur sonur hans var 10 ára gamall.
Fjölskyldulíf
breytaFaðir Hálfdánar var Guðröður Hálfdánarson og móðir hans var Ása dóttir Haralds konungs í Ögðum. Guðröður bað um hönd Ásu en var synjað af föður hennar. Fór Guðröður þá og herjaði gegn Haraldi og rændi Ásu. Þegar Hálfdán var ársgamall lét Ása skósvein sinn myrða Guðröð.
Fyrri eiginkona Hálfdánar var Ragnhildur dóttir Haralds gullskeggs konungs í Sogni. Sonur þeirra var Haraldur hinn hárfagri. Síðari eiginkona hans var Ragnhildur dóttir Sigurðar hjartar konungur Hringaríkis.
Draumar
breytaRagnhildi drottningu dreymdi draum þar sem hún var í grasagarði og tók þyrni úr serk sínum. Er hún fjarlægði þyrninn óx úr honum mikið tré sem var rautt neðst, með grænan bol og hvítar greinar. Greinar trésins voru svo miklar að henni fannst þær ná yfir allan Noreg og víðar.
Hálfdán dreymdi einnig draum. Honum sýndist hann vera allra manna best hærður með mikla marglita mislanga hárlokka. Einn lokkur sigraði alla hina.
Dánarorsök
breytaHálfdán dó fertugur að aldri er hann féll í gegnum ís.
Tengt efni
breytaHeimildir
breyta- Snorri Sturluson. (1941-1951). Heimskringla I-III. Íslensk fornrit 26.-28. bindi. Hið íslenzka fornritafélag.
Tenglar
breyta- Texti Hálfdánar sögu svarta með nútímastafsetningu
- Texti Hálfdánar sögu svarta á norrænu eftir útgáfu W. Schultz frá 1869-1872.