Gylfi konungur
Gylfi konungur er persóna í Gylfaginningu í Snorra-Eddu. Hann var konungur þar sem nú er Svíþjóð. Gyðjan Gefjun fékk af honum land sem hún dró út á haf með hjálp fjögurra uxa og bjó þannig til Jótland. Gylfi vildi fræðast meira um hagi guðanna og heimsótti Ásgarð undir dulnefninu Gangleri.