Gvendarbrunnar
Gvendarbrunnar er svæði í Heiðmörk. Þaðan er tekið neysluvatn fyrir höfuðborgarsvæðið. Vatnið kemur undan hraunjaðri Hólmsárhrauns. Fyrst var lögð leiðsla frá brunnunum árið 1908.
Þeir eru kenndir við Guðmundur biskup góða (1161 - 1237) sem sagður er hafa vígt þá. Fjölmargir Gvendarbrunnar eru þekktir vítt og breitt um landið. Flestir þeirra bera nafn biskupsins og heita Gvendarbrunnur eða Gvendarbrunnar en sumir þeirra bera önnur nöfn. Vatnið í þessum brunnum hefur verið talið hafa lækningamátt.
Tenglar
breyta Þessi Reykjavíkurgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.