Gunnsteinn (ábóti)
Gunnsteinn ábóti (d. 1384) var vígður ábóti í Þingeyraklaustri 1364 en næsti ábóti á undan, Arngrímur Brandsson, hafði dáið 1361 og kann að vera að Gunnsteinn hafi gegnt starfinu frá láti hans. Föðurnafn Gunnsteins er óþekkt og ekkert vitað um ætt hans og uppruna.
Gunnsteinn styrkti fjárhagsstöðu klaustursins og á tíð hans eignaðist það meðal annars nokkrar rekafjörur. Hann var ábóti í tuttugu ár, til dauðadags 1384. Eftirmaður hans var Sveinbjörn Sveinsson.