Gunnar Theodór Eggertsson
Gunnar Theodór Eggertsson (f. 9. janúar 1982) er íslenskur barnabókahöfundur. Hann er þekktur sem fantasíuhöfundur og hryllingssagnahöfundur og hefur meðal annars skrifað bækurnar Drauga-Dísa, Steindýrin og bókaflokkinn Furðufjall en í honum eru bækurnar Nornaseiður, Næturfrost og Stjörnuljós.
Gunnar lauk BA námi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2005, MA námi í kvikmyndafræðum frá háskólanum í Amsterdam árið 2006 og doktorspróf frá Háskóla Íslands í almennri bókmenntafræði árið 2016. Gunnar er sonur rithöfundanna og fræðimannanna Þórunnar Valdimarsdóttur og Eggerts Þórs Bernharðssonar. Hann er kvæntur skáldkonunni Yrsu Þöll Gylfadóttur.
Bækur
breyta- Steindýrin (Vaka Helgafell 2008)
- Steinskrípin- Hyllingsævintýri (Vaka Helgafell 2012)
- Drauga-Dísa (Vaka Helgafell 2015)
- Hetjurnar þrjár (Námsgagnastofnun 2016)
- Galdra-Dísa (Vaka Helgafell 2017)
- Fimbulvetur (Menntamálastofnun 2019)
- Sláturtíð ((Vaka Helgafell 2019)
- Drauma-Dísa (Vaka Helgafell 2020)
- Furðufjall I:Nornaseiður (Vaka Helgafell 2021)
- Furðufjall II:Næturfrost (Vaka-Helgafell 2022)
- Furðufjall III Stjörnuljós (Vaka-Helgafell 2023)
- Vatnið brennur (Vaka-Helgafell 2024)
Heimild
breyta- Gunnar Theodór Eggertsson CV (vefsíða gunnaregg.com)