Gunnar Nelson

íslenskur bardagaíþróttamaður

Gunnar (Lúðvík Haraldsson) Nelson (fæddur 28. júlí 1988)[1] er íslenskur bardagaíþróttamaður. Hann keppir meðal annars í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) og hefur unnið 17 bardaga en aðeins tapað þremur. Gunnar er margfaldur Íslandsmeistari í karate og var landsliðsmaður frá fimmtán ára aldri. Hann var valinn efnilegasti karatemaður Íslands sextán ára gamall og hlaut hæsta nýliðastyrk ÍSÍ.[2]

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson

Hann er með svarta beltið í brasilísku jiu jitsu (BBJ), með Renzo Gracie sem þjálfara.[3] Hann hefur unnið silfurverðlaun í millivigt með brúnt belti í Heimsmeistaramótinu í BBJ, [4] gullverðlaun í millivigt með brúnt belti á Pan American meistaramótinu [5] og gullverðlaun í svartbelta flokki á Pan American meistaramótinu í uppgjafarglímu (No-Gi)[6]. Núverandi (2014) þjálfari hans er John Kavannagh í Dublin á Írlandi. Hann hefur tekið þátt í fimmtán atvinnubardögum, unnið fjórtán, gert jafntefli í einum og tapað einum.[7] Á Íslandsmeistaramótinu í BJJ hefur hann unnið tvisvar, bæði í opnum flokki og 82kg- flokki.[7] Á Opna Mjölnismótinu hefur hann unnið fjórum sinnum í opnum flokki, tvisvar í 88kg- flokki og einu sinni bæði í 81kg- flokki og 74kg- flokki.[7]

Faðir Gunnars er ættaður frá Bandaríkjunum í föðurætt sína, en móðirin er íslensk.[8].

Heimildir breyta

  1. Íslendingabók
  2. Keppnislið Mjölnis
  3. BBJ Beltatré félagsmanna Mjölnis Mjölnir
  4. „Results in IBBJF World Jiu-Jitsu Championship 2009“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. ágúst 2013. Sótt 3. apríl 2011.
  5. „Results in IBBJF Pan American Championship“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. ágúst 2009. Sótt 3. apríl 2011.
  6. „Results in IBBJF Pan American No-Gi Championship“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. október 2009. Sótt 28. júní 2012.
  7. 7,0 7,1 7,2 „Gunnar Nelson record“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. mars 2010. Sótt 3. apríl 2011.
  8. Minningargrein um Kenneth Dean Nelson. Gagnasafn Morgunblaðsins.

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.