Gunnar Nelson

íslenskur bardagaíþróttamaður

Gunnar (Lúðvík Haraldsson) Nelson (fæddur 28. júlí 1988)[1] er íslenskur bardagaíþróttamaður. Hann keppir meðal annars í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) og hefur unnið 17 bardaga en aðeins tapað þremur. Gunnar er margfaldur Íslandsmeistari í karate og var landsliðsmaður frá fimmtán ára aldri. Hann var valinn efnilegasti karatemaður Íslands sextán ára gamall og hlaut hæsta nýliðastyrk ÍSÍ.[2]

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson

Hann er með svarta beltið í brasilísku jiu jitsu (BBJ), með Renzo Gracie sem þjálfara.[3] Hann hefur unnið silfurverðlaun í millivigt með brúnt belti í Heimsmeistaramótinu í BBJ, [4] gullverðlaun í millivigt með brúnt belti á Pan American meistaramótinu [5] og gullverðlaun í svartbelta flokki á Pan American meistaramótinu í uppgjafarglímu (No-Gi)[6]. Núverandi (2014) þjálfari hans er John Kavannagh í Dublin á Írlandi. Hann hefur tekið þátt í fimmtán atvinnubardögum, unnið fjórtán, gert jafntefli í einum og tapað einum.[7] Á Íslandsmeistaramótinu í BJJ hefur hann unnið tvisvar, bæði í opnum flokki og 82kg- flokki.[7] Á Opna Mjölnismótinu hefur hann unnið fjórum sinnum í opnum flokki, tvisvar í 88kg- flokki og einu sinni bæði í 81kg- flokki og 74kg- flokki.[7]

Faðir Gunnars er ættaður frá Bandaríkjunum í föðurætt sína, en móðirin er íslensk.[8].

HeimildirBreyta

TenglarBreyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.