Gunnar Hvammdal Sigurðsson veðurfræðingur

Veðurfræðingur

Gunnar Hvammdal Sigurðsson veðurfræðingur (fæddur 12. febrúar 1926 í Reykjavík) lærði við veðurfræðideild Kaliforníu Háskóla 1949-1953 (B.A. próf 1953). Hann starfaði fyrst á Veðurstofu Íslands (1948 til hausts 1949) en eftir heimkomu frá Bandaríkjunum hóf hann störf sem veðurfræðingur á Flugveðurstofu Íslands, Keflavíkurflugvelli (frá 1. ágúst 1953 til 1. júlí 1979). Hóf hann þá störf á spádeild Veðurstofunnar í Reykjavík.

Gunnar dvaldi hjá fósturforeldrum sínum, Finnboga Benónýssyni bónda og Ástríði Júlíönu Einarsdóttur, að Efsta-Hvammi í Dýrafirði. Hann gekk í Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði og var seinna á ævinni í stjórn Dýrfirðingafélagsins um tveggja ára skeið. Kona hans var Ástríður Magnúsdóttir en þau slitu samvistir. Þau áttu þrjár dætur, Guðrúnu Ingibjörgu (f. 1955), Helgu (f. 1957) og Ástu Kristínu (f. 1961).