Gunnar Örn Gunnarsson

Íslenskur fyrrum myndlistamaður

Gunnar Örn Gunnarsson (2. desember 1946 - 28. mars 2008) var íslenskur myndlistarmaður. Verk hans eru nú á söfnum á Íslandi en einnig í Guggenheim safninu í New York, Sezon Museum í Tókýó, Moderna museet og National Museum í Stokkhólmi. Hann varð einn af þekktastu málurum Íslendinga.[1]

Æviágrip

breyta

Gunnar Örn fæddist í Reykjavík og voru foreldrar hans Guðríður M. Pét­urs­dótt­ir (1923-1994) hús­móðir og Gunn­ar Óskars­son (1927-1981) mót­töku­stjóri.[1] Gunnar Örn lauk prófi hjá Gagnfræðiskóla Keflavíkur 1962 og stundaði sellónám í Kaupmannahöfn 1963. Hann vann ýmis störf til sjós og lands frá 1964 og var m.a. húsamálari í Kaupmannahöfn frá 1973-1975. Hann var ljósmyndari um tíma hjá Dagblaðinu Vísi 1981. Frá 1964 lagði hann stund á myndlist.

Gunnar Örn giftist Þórdísí Ingólfsdóttur 12. október 1978 og áttu þau tvær dætur saman en Gunnar Örn átti fyrir fjögur börn.

Hann stofnaði og rak til dauðadags ásamt Þórdísi eiginkonu sinni alþjóðlegt gallerí, Gallerí Kamb, að heimili sínu á í Holtum, Rangárþingi ytra og stóð þar fyrir fjölda sýninga íslenskra og erlendra listamanna.

Margir uppgötvuðu Gunnar Örn sem málara á sýningum í Norræna húsinu í byrjun áttunda áratugarins. Kviðristumyndir og líkamsslitur voru eins og sprengjur, þótt stöðugt yrðu breytingar í list Gunnar eru margir sem þekkja myndir hans úr fjarska, svo sérstakt er handbragðið og höfundareinkennin hans eru sterk.

Sýningar

breyta

Gunnar hélt margar einkasýningar en fyrsta einkasýning hans á Íslandi var árið 1970. Hann hélt til dæmis sex einkasýningar í Kaupmannahöfn, tvær í New York og eina í Feneyjum en þar var hann fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1988. Seinustu einkasýningu sína hélt hann í Gallerí Kambi í maí 2007 í tilefni af sextugsafmæli sínu. Hann tók líka þátt í mörgum samsýningum á Íslandi, Norðurlöndunum, í London, París, Moskvu, New York, Chicago og Tókýo.[1]

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 „Gunnar Örn Gunnarsson - Minningargrein“, Morgunblaðið 11. apríl 2008 (skoðað 17. janúar 2021)