Gunnólfsvíkurfjall
Gunnólfsvíkurfjall er fjall á Langanesi sunnanverðu við Finnafjörð. Það er hæsta fjall Langanes, 719 metra hátt. Brattur akvegur liggur upp á fjallið sem er lokaður almenningi en þar er ratsjárstöð sem NATO reisti og tekin var í notkun 1989. Rekstur stöðvarinnar er í höndum Landhelgisgæslunnar.



