Gulleldurinn
Gulleldurinn (frönsku: oriflamme) var hinn rauði ríkis- og gunnfáni Frakka á miðöldum.
Gulleldurinn var hinn heilagi vimpill (oddveifa) Sankti-Denis, sem er klaustur í samnefndu úthverfi Parísar. Vimpillinn var rauður eða rauðgulur og var látinn blankta af lensu. Samkvæmt einni helgisögninni er liturinn þannig til kominn að vimplinum hafi verið dýft í blóð heilags Denis eftir að hann var hálshöggvinn. Gulleldurinn varð síðan herfáni Frakkakonunga, og var honum hampað af merkisbera konungs í hvert skipti sem gengið var til stríðs. Merkisberi gulleldsins, Gulleldberinn (Porte Oriflamme), varð síðar tignarheiti og þótti mikill heiður, rétt eins og starfið var mikilvægt og sérstaklega hættulegt, enda vinsælt að fella merkisberann í styrjöldum.
Franska orðið oriflamme er úr latínu, aurea flamma, en það þýðir „logar gulls“.