Guðbrandur Bogason

Guðbrandur Bogason (fæddur 6. júní 1943) er íslenskur ökukennari og fyrrverandi slökkviliðsmaður. Guðbrandur hefur starfað við ökukennslu frá árinu 1970 og hefur unnið að margvíslegum úrbótum í þágu ökunáms á Íslandi en hann kom meðal annars að stofnun Ökuskóla 3.[1] Hann var lengi formaður Ökukennarafélags Íslands og er Framkvæmdarstjóri Ökuskólans í Mjódd.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Jakobsdóttir, Nanna Elísa (22. júlí 2014). „Slysum fækkar samhliða dýrara ökunámi - Vísir“. visir.is. Sótt 20. október 2024.
  2. Rögnvaldsson, Freyr (30. maí 2022). „Segir rasisma ríkja við fyrirlagningu ökuprófa“. Heimildin. Sótt 20. október 2024.