Guðbjörg Vilhjálmsdóttir
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir er prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands.
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir | |
---|---|
Fædd | 1956 |
Störf | Prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands |
Menntun og störf
breytaGuðbjörg lauk BA prófi í uppeldisfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands 1982 og kennsluréttindum frá sama skóla ári síðar. Árið 1979 lauk hún diplómu í frönsku frá Háskólanum í Toulouse-le Mirail, Frakklandi. Hún lauk embættisprófi í náms- og starfsráðgjöf frá háskólanum í Lyon, Frakklandi árið 1985 og meistaragráðu í uppeldisfræði frá Sorbonne 1987. Guðbjörg lauk doktorsgráðu frá Hertfordshire háskóla í Englandi árið 2004. Guðbjörg starfaði sem námsráðgjafi í Kennaraháskóla Íslands frá 1987 til 1991, en það ár tók hún við kennslustjórastöðu í námi námsráðgjafa við Félagsvísndadeild Háskóla Íslands. Árið 1999 var Guðbjörg ráðinn lektor í náms- og starfsráðgjöf, hún fékk framgang í dósentsstöðu 2005 og síðan í prófessorsstöðu 2010. Árin 1991 til 2006 var Guðbjörg eini fasti kennarinn við greinina og stundaði doktorsnám meðfram fullu starfi frá árinu 1994. Nú er Guðbjörg prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Félagsfræði,- mannfræði- og þjóðfræðideild.[1]
Rannsóknir
breytaEftir Guðbjörgu liggur fjöldi greina, bókakafla og námsbóka.[2] Í rannsóknum sínum hefur hún skoðað þróun starfsferils frá ýmsum sjónarhornum, aðferðir í náms- og starfsráðgjöf og hvernig unnt er að meta ráðgjafaraðferðir. Þá hefur hún gert tvær viðamiklar rannsóknir á félagslegum áhrifum á starfshugsun og náms- og starfsval ungs fólk út frá habitus breytunni og einnig skoðað áhrif kynferðis á þessa stefnumótandi þætti á starfsferli fólks. Hún hefur tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknarhópum s.s. við gerð mælitækis sem mælir aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli (2008-2012)[2] og frá 2017 hefur Guðbjörg átt sæti í rannsóknarhópi innan UNITWIN háskólanets UNESCO um viðhorf ungs fólks með litla framhaldsmenntun til starfa sinna.[3] Ásamt eiginmanni sínum, Torfa H. Tulinius prófessor, hefur Guðbjörg þróað bókmenntafræðilega aðferð við að meta frásagnarráðgjöf og skrifað um það fræðigreinar, s.s. tímaritsgreinina Tales of two subjects: Narratives of career counseling. Þá hefur Guðbjörg hlotið innlenda sem erlenda rannsóknar- og þróunarstyrki. Hún aðlagaði og þýddi námsefnið Margt er um að velja. Það er námsefni í náms- og starfsfræðslu og kom út hjá Námsgagnastofnun á árunum 1993-1996. Árið 2004 var það gert að vefefni.[1] Matsrannsókn sem Guðbjörg gerði á þessu námsefni, leiddi í ljós verulegan árangur í því hvernig 15 ára unglingar hugsa um störf, samanborið við þá sem ekki fá fræðslu.
Stjórnun og viðurkenningar
breytaGuðbjörgu hafa verið falin trúnaðarstörf bæði innan og utan háskólans. Guðbjörg hefur tekið að sér þjónusturannsóknir og stefnumótunarverkefni í náms- og starfsráðgjöf fyrir bæði mennta- og menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg. Guðbjörg sat í stjórn Félagsvísindasviðs 2016 til 2018.[4] Hún var deildarforseti Félags- og mannvísindadeildar 2016-2018 og sat í stjórn Félagsvísindastofnunar. Guðbjörg situr nú í stjórn Afreks- og hvatningasjóðs Háskóla Íslands.[5] Hún veitti forstöðu Sérfræðisetri í ævilangri náms- og starfsráðgjöf árin 2009 til 2014.[6] Meginverkefni á Sérfræðisetri voru samnorræn rannsókn á ráðgjöf við fullorðna sem kallast Voice of users, samstarf við mennta- og menningarmálaráðuneytið um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf og hönnun og þróun upplýsinga- og ráðgjafarvefsins næstaskref.is. Rannsóknin Voice of users er fyrsta samanburðarrannsókn í náms- og starfsráðgjöf á Norðurlöndum.[7] Guðbjörg var formaður Félags íslenskra námsráðgjafa 1987-1989[8] og hlaut viðurkenningu félagsins 2006[9] og gerður heiðursfélagi Félags náms- og starfsráðgjafa 2016 fyrir störf sín í þágu greinarinnar.[8]
Guðbjörg hefur verið virk í alþjóðlegu samstarfi og hlaut viðurkenningu National Career Development Association (NCDA) árið 2006 (NCDA International Award) fyrir störf sín við menntun náms- og starfsráðgjafa og stefnumótun. NCDA eru helstu samstök í náms- og starfsráðgjöf í Bandaríkjunum og eru hluti af American Counseling Association.[10] Hún situr í stjórn European Society for Vocational Design and Counselling sem styður við rannsóknarstarf í náms- og starfsráðgjöf, m.a. með námskeiðum fyrir doktorsnema.[11] Guðbjörg er í ritstjórn (directrice adjointe) Orientation Scolaire et Professionnelle sem er aðal rannsóknarritið í náms- og starfsráðgjöf í Frakklandi.[12] Árið 2017 var Guðbjörg valin sem fulltrúi samtaka náms- og starfsráðgjafa á Norðurlöndum til að setjast í stjórn International Association for Educational and Vocational Guidance, sem eru einu alþjóðlegu samtökin á sviði náms- og starfsráðgjafar.[11][13] Guðbjörg er nú varaforseti International Association for Educational and Vocational Guidance.
Greinar
breyta- Guðbjörg Vilhjálmsdóttir og Guðmundur B. Arnkelsson (2013). Social aspects of career choice from the perspective of habitus theory. Journal of Vocatinal Behavior, 83, 581−590.
- Guðbjörg Vilhjálmsdóttir og Guðmundur B. Arnkelsson (2007). Les differénces liées au sexe dans les représentations professionnelles. Orientation scolaire et professionnelle, 36, 421–434.
- Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Guðrún Birna Kjartansdóttir, Sigríður Bríet Smáradóttir og Sif Einarsdóttir (2012). Career adapt-abilities scale – Icelandic form: Psychometric properties and construct validity. Journal of Vocational Behavior, 80, 698−704.
- Guðbjörg Vilhjálmsdóttir. (2007). Outcomes of two different methods in career education. Journal of Educational and Vocational Guidance, 7, 97–110.
Bækur og bókakaflar
breyta- Guðbjörg Vilhjálmsdóttir (1993–1996). Margt er um að velja. Starfsfræði handa efstu bekkjum grunnskóla ásamt kennsluleiðbeiningum með vinnubókunum: Könnun á atvinnulífinu. Að átta sig á skólakerfinu. Fyrirætlanir mínar. Reykjavík. Félagsvísindastofnun.
- Guðbjörg Vilhjálmsdóttir. (2017). Career changes on the horizon: The importance of group norms in interpreting results of career adaptability measures. Í K. Maree (ed.). Psychology of career adaptability, employability and resilience, 375−396. Cham, Switzerland: Springer.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Háskóli Íslands. „Guðbjörg T. Vilhjálmsdóttir Prófessor. Ferilskrá“ (PDF).
- ↑ 2,0 2,1 „Guðbjörg T. Vilhjálmsdóttir Prófessor. Ritaskrá“ (PDF). Sótt 14. júní 2019.
- ↑ Arnar Þór Ingólfsson. (2018, 25. október). “Þetta er ekki framtíðarstarf”. mbl.is. Sótt 14. júní 2019 af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/10/25/thetta_er_ekki_framtidarstarf/
- ↑ Háskóli Íslands. (e.d.). Stjórn Félagsvísindasviðs. Sótt 14. júní 2019 af: https://www.hi.is/felagsvisindasvid/forseti_felagsvisindasvids
- ↑ Háskóli Íslands. Styrkir og sjóðir. (2018). Afreks- og hvatningasjóður stúdenta HÍ. Stjórn. Sótt 14. júní 2019 af: https://sjodir.hi.is/stjorn_31
- ↑ Félag náms- og starfsráðgjafa. (2009). Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf. Sótt 14. júní 2019 af: https://www.fns.is/s%C3%A9rfr%C3%A6%C3%B0isetur-%C3%AD-%C3%A6vilangri-n%C3%A1ms-og-starfsr%C3%A1%C3%B0gj%C3%B6f
- ↑ Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf. Fréttabréf SAENS. 1. árgangur, hefti 1. Sótt 6. júní 2019 af: http://gamla.fns.is/files/SAENS_frettabref_april.pdf Geymt 2 febrúar 2020 í Wayback Machine
- ↑ 8,0 8,1 Félag náms- og starfsráðgjafa (2016). „Afmælisrit FNS – náms- og starfsráðgjöf í 35 ár – 2016“.
- ↑ Félag náms- og starfsráðgjafa. (2007). Afmælisrit FNS. Þú átt leikinn. Sótt 6. júní 2019 af: https://www.fns.is/sites/default/files/stjorn/25-ara-Afmaelisrit-FNS.pdf
- ↑ Mbl.is. (2006). Guðbjörg Vilhjálmsdóttir hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir leiðtogastörf í náms- og starfsráðgjöf. mbl.is. Sótt 14. júní 2019 af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2006/07/11/gudbjorg_vilhjalmsdottir_hlytur_althjodleg_verdlaun/
- ↑ 11,0 11,1 Háskóli Íslands (2017). „Guðbjörg í stjórn Alþjóðlegu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna“.
- ↑ Orientation Scolaire et Professionnelle. (e.d.). Comité de direction. Sótt 14. Júní 2019 af: https://journals.openedition.org/osp/2009#tocto1n1
- ↑ Félag náms- og starfsráðgjafa. (2017). Guðbjörg Vilhjálmsdóttir í stjórn Alþjóðlegu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna. Sótt 14. júní 2019 af: https://fns.is/gu%C3%B0bj%C3%B6rg-vilhj%C3%A1lmsd%C3%B3ttir-%C3%AD-stj%C3%B3rn-al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0legu-n%C3%A1ms-og-starfsr%C3%A1%C3%B0gjafarsamtakanna